spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre: Verð tilbúinn eftir október

Georges St. Pierre: Verð tilbúinn eftir október

Bardaginn sem tilkynntur var í mars getur farið fram eftir fimm mánuði. Þetta segir Georges St. Pierre um komandi bardaga sinn gegn Michael Bisping.

Fyrrum veltivigtarkóngurinn Georges St. Pierre snýr aftur í búrið í haust eftir að hafa hætt í desember 2013. Þann 1. mars tilkynnti UFC að hann muni snúa aftur og verður það titilbardagi í millivigtinni gegn Michael Bisping.

Þegar bardaginn var tilkynntur var ekki vitað hvenær hann færi fram og er það ekki enn vitað. Á föstudaginn sendi Georges St. Pierre þessi skilaboð:

„Herra Bisping, ég hef hreinsað dagskrána mína til að verða tilbúinn fyrir æfingabúðir eftir sumarið. Ég get því barist við þig hvenær sem er eftir október. Veldu dagsetningu, gerum þetta,“ segir St. Pierre í myndbandinu.

Biðin ætlar því að vera enn lengri en talið var og er bardaginn afar umdeildur. Lítil spenna virðist vera fyrir bardaganum og ríkir algjör pattstaða í millivigtinni á meðan beðið er eftir titilbardaganum. Submission Radio hitti naglann á höfuðið með þessari mynd:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular