Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaDiego með sigur eftir hengingu í 3. lotu - sjáðu bardagann hér

Diego með sigur eftir hengingu í 3. lotu – sjáðu bardagann hér

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Diego Björn Valencia sigraði reynsluboltann Shaun Lomas með hengingu í 3. lotu á bardagakvöldinu í Færeyjum. Fjórir sigrar í fjórum bardögum hjá Íslendingunum í kvöld.

Bardaginn var aðalbardagi kvöldsins og tók Diego bardagann aðeins með tveggja daga fyrirvara. Var þetta 91. bardagi Lomas en aðeins þriðji atvinnubardagi Diego.

Diego náði fellu í 1. lotu og komst í „mount“. Lomas náði að snúa stöðunni við og endaði ofan á. Diego náði að standa upp og náði aftur fellu og aftur „mount“. Diego komst á bakið og reyndi að ná „rear naked choke“ en Lomas varðist. Lomas snéri inn í Diego og kláraði lotuna ofan á.

Í annarri lotu komst Lomas ofan á eftir misheppnaða fellu frá Diego. Lomas gerði ekki mikið í gólfinu en Diego komst ekki aftur á lappir fyrr en eftir u.þ.b. mínútu. Þeir voru ekki lengi standandi og aftur komst Lomas ofan á en í þetta sinn komst hann alla leið í „mount“. Diego náði að snúa stöðunni sér í vil og komst sjálfur í yfirburðarstöðu og reyndi að ná hengingu áður en lotan kláraðist.

Þriðja lotan var svipuð og fyrstu tvær loturnar. Diego komst ofan á og að lokum í „mount“ en eftir þungan olnboga frá Diego gaf Lomas á sér bakið. Diego reyndi enn einu sinni að ná hengingunni en í þetta sinn tókst það. Diego náði að læsa „rear naked choke“ hengingu og neyddist Lomast til að tappa út.

Glæsilega gert hjá Diego og er hann nú 2-1 á atvinnuferlinum en báðir sigrarnir hafa verið eftir uppgjafartök í 3. lotu.

Þetta kórónaði frábært kvöld hjá Mjölnisstrákunum og unnu þeir alla fjóra bardaga sína. Hópurinn getur farið vel sáttur heim og fagnað í kvöld í Færeyjum.

Bardagann hjá Diego má sjá hér að neðan:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular