spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGermaine de Randamie: Hafði ekki hugmynd um að ég yrði svipt titlinum

Germaine de Randamie: Hafði ekki hugmynd um að ég yrði svipt titlinum

Eins og kom fram í gær hefur Germaine de Randamie verið svipt fjaðurvigtartitli kvenna í UFC. Tíðindin komu fáum á óvart nema kannski meistaranum sjálfum.

UFC tilkynnti í gær að þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Megan Anderson muni berjast um fjaðurvigtartitilinn þann 29. júlí. Í kjölfarið var de Randamie svipt titlinum sem hún vann í febrúar. De Randamie neitaði að berjast við Cyborg á dögunum og var þess vegna svipt titlinum.

Sjálf segist de Randamie vera hissa á þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri svipt titlinum. Ég komst af því á samfélagsmiðlum. Þar sá ég að Cyborg væri að fara að berjast við Megan Anderson um beltið. Það sagði enginn mér neitt,“ sagði de Randamie við MMA Fighting.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem UFC er ekki að láta bardagamenn sína vita af svona löguðu. Þetta ætti samt ekki að koma henni það mikið á óvart enda hefur hún áður sagst vera tilbúin til að bíða og sjá hvort UFC svipti hana titlinum áður en hún tæki næstu skref.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular