spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns býður fram þjónustu sína

Gilbert Burns býður fram þjónustu sína

Thiago Alves greindi frá því fyrr í dag að hann gæti ekki barist gegn Gunnari Nelson í Kaupmannahöfn sökum sýkingar. Nú hefur landi hans boðist til að mæta Gunnari.

Thiago Alves fékk sýkingu sem leiddi til nýrnasteina. Alves verður því frá í einhvern tíma og getur ekki barist gegn Gunnari þann 28. september eins og til stóð.

Verið er að leita að bardaga og hefur Brasilíumaðurinn Gilbert Burns boðist til að mæta Gunnari miðað við nýjustu færslu hans á Twitter.

Gilbert Burns var lengi vel í léttvigt en færði sig nýlega upp í veltivigt. Burns er frábær glímumaður og var heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu áður en hann snéri sér að MMA. Burns er 9-3 á ferli sínum í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular