Thiago Alves greindi frá því fyrr í dag að hann gæti ekki barist gegn Gunnari Nelson í Kaupmannahöfn sökum sýkingar. Nú hefur landi hans boðist til að mæta Gunnari.
Thiago Alves fékk sýkingu sem leiddi til nýrnasteina. Alves verður því frá í einhvern tíma og getur ekki barist gegn Gunnari þann 28. september eins og til stóð.
Verið er að leita að bardaga og hefur Brasilíumaðurinn Gilbert Burns boðist til að mæta Gunnari miðað við nýjustu færslu hans á Twitter.
Let’s go 🇩🇰!! A lot people say it but when the call comes fews say yes!
— GILBERT BURNS DURINHO (@GilbertDurinho) September 12, 2019
Anyone, Anywhere and Anytime!!
Let’s freaking go! Send the contract!
Gilbert Burns var lengi vel í léttvigt en færði sig nýlega upp í veltivigt. Burns er frábær glímumaður og var heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu áður en hann snéri sér að MMA. Burns er 9-3 á ferli sínum í UFC.