Friday, April 19, 2024
HomeErlentThiago Alves dregur sig úr bardaganum gegn Gunnari

Thiago Alves dregur sig úr bardaganum gegn Gunnari

Thiago Alves getur ekki mætt Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn eins og til stóð. Alves fékk sýkingu og getur því ekki barist eins og til stóð.

Gunnar Nelson átti að mæta Thiago Alves á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september. MMA Fighting hefur nú greint frá því að Thiago Alves geti ekki barist og er Gunnar því án andstæðings á þessari stundu.

Thiago Alves fékk sýkingu sem leiddi til nýrnasteina. Alves er kominn á sýklalyf og má ekki æfa fyrr en eftir mánuð. Alves vonast til að snúa aftur í búrið í nóvember að desember.

Þetta er í áttunda sinn sem Alves hefur þurft að hætta við bardaga í UFC vegna meiðsla eða veikinda. Þetta er í fjórða sinn sem Gunnar missir andstæðing og í fyrsta sinn síðan 2015.

Gunnar Nelson er sem stendur án andstæðings en óvíst er hvort UFC finni nýjan andstæðing í tæka tíð.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular