Gilbert Burns er búinn að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sinn gegn Gunnari Nelson á laugardag. Burns var 171 pund í vigtuninni en hann lét aðeins bíða eftir sér.
Allir bardagamenn laugardagsins náðu vigt. Gunnar Nelson var þriðji síðasti til að vigta sig inn en Gilbert Burns var síðastur.
Burns mætti um 10:10 í morgun og var 171 pund en leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða.
Það er því allt tilbúið fyrir bardaga morgundagsins.