spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns mætir Demian Maia í mars

Gilbert Burns mætir Demian Maia í mars

Gilbert Burns fær draumabardaga sinn í mars. Burns mætir Demian Maia þann 14. mars í Brasilíu.

Gilbert Burns sigraði síðast Gunnar Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í september. Burns er kominn með sinn næsta bardaga sem verður risastór fyrir Burns.

Burns mun berjast við landa sinn Demian Maia í heimalandi beggja en báðir eru margverðlaunaðir í brasilísku jiu-jitsu. Maia sigraði Ben Askren í sínum síðasta bardaga í október og á ekki marga bardaga eftir á ferlinum. Maia hefur sagt að hann ætli að taka tvo bardaga í viðbót áður en hann hættir.

Burns hefur unnið síðustu fjóra bardaga sína og skrifaði nýlega undir nýjan samning við UFC. Bardaginn fer fram í Nilson Nelson Gymnasium höllinni í borginni Brasilia í Brasilíu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular