spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns sigurstranglegri hjá veðbönkum

Gilbert Burns sigurstranglegri hjá veðbönkum

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á laugardaginn. Samkvæmt veðbönkum er Gilbert Burns sigurstranglegri.

Bardaginn fer fram á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Gunnar er að koma til baka eftir tap gegn Leon Edwards en Burns sigraði Alexey Kunchencko síðast eftir dómaraákvörðun.

Samkvæmt veðbönkum er Burns líklegri til sigurs. Stuðullinn á Burns er frá 1,72 til 1,79 en stuðullinn á sigur hjá Gunnari er frá 2,00 og upp í 2,17. Gunnar var sigurstranglegri fyrst þegar bardaginn var tilkynntur en stuðullinn hefur breyst þar sem fleiri virðast vera að veðja á Burns.

Gunnar hefur oftast verið sigurstranlegri hjá veðbönkum fyrir bardaga sína nema gegn Leon Edwards, Albert Tumenov og Brandon Thatch. Bardaginn gegn Burns á laugardaginn verður erfiður og stefnir allt í spennandi bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular