spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGleison Tibau féll á tveimur lyfjaprófum

Gleison Tibau féll á tveimur lyfjaprófum

Mynd: Esther Lin.
Mynd: Esther Lin.

Gleison Tibau mætti Abel Trujillo í nóvember. Tibau féll á lyfjaprófi fyrir bardagann og eftir bardagann.

Gleison Tibau er einn stærsti léttvigtarmaður UFC og eru þetta því ekki beint óvæntustu tíðindi ársins. Tibau mætti Abel Trujillo á UFC bardagakvöldi þann 7. nóvember og sigraði eftir 1:45 í fyrstu lotu.

Þann 4. desember kom í ljós að Tibau hefði fallið á óvæntu lyfjaprófi utan keppni. Í tilkynningu frá UFC í gær segir að hann hafi einnig fallið á lyfjaprófinu sem tekið var kvöldið sem bardaginn fór fram.

Þetta var fyrsti bardagi Tibau eftir að nýja lyfjastefna UFC var tekin í gildi. Ekki er ljóst hve langt bann Tibau mun fá að svo stöddu.

EPO fannst í lyfjaprófi hans en það eru frammistöðubætandi lyf sem eiga að auka þol. Tibau heldur því fram að hann hafi ekki viljandi tekið inn frammistöðubætandi lyf og mun skoða hvað hann tók inn sem innihélt EPO.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular