spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva mætir Michael Bisping í London

Anderson Silva mætir Michael Bisping í London

Michael bisping Anderson SilvaSkömmu eftir að klukkurnar hringdu inn jólin tilkynnti UFC spennandi bardaga milli Anderson Silva og Michael Bisping. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC Fight Night 83 í London þann 27. febrúar.

Upphaflega átti Michael Bisping að mæta Gegard Mousasi þetta kvöld en nú hefur Anderson Silva komið í stað Mousasi. Mousasi er þó ekki meiddur og vonast eftir að fá annan andstæðing þetta kvöld.

Anderson Silva er að afplána eins árs keppnisbann um þessar mundir eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrr á árinu. Silva féll á lyfjaprófi í aðdraganda bardaga hans gegn Nick Diaz fyrr á árinu en banninu lýkur 31. janúar 2016.

Þetta verður 20. bardagi hins fertuga Silva í UFC og 25. bardagi Bisping í UFC. Það er því óhætt að segja að bardaginn sé ansi bitastæður fyrir bardagakvöldið í London sem verður sýnt frítt á Fight Pass rás UFC. Uppselt var á viðburðinn aðeins hálftíma eftir að miðasalan hófst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular