0

Myndband: Stutt heimildarmynd um Conor McGregor

conor mcgregor jose aldo

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Obsessed er stuttur heimildarþáttur um Conor McGregor sem birtist nokkrum dögum fyrir UFC 194. Í þættinum er farið stuttlega yfir feril Írans.

Í þættinum talar Conor McGregor m.a. um hversu heltekinn hann er af MMA. Hann trúir því ekki að hann sé eitthvað sérstaklega hæfileikaríkur heldur einfaldlega heltekinn af íþróttinni sem hefur skilað honum þessum árangri.

Dana White, John Kavanagh og pabbi Conor McGregor koma einnig fyrir í þættinum.

Eftir um það bil sex mínútur kemur hann með sína spá fyrir bardagann gegn Jose Aldo en sú spá reyndist vera hárrétt. „Hann mun setja of mikinn kraft í hægri höndina, ég mun beygja mér undan og smellhitta með vinstri króknum,“ sagði McGregor.

Það var nánast akkúrat það sem gerðist en McGregor rotaði Jose Aldo eftir 13 sekúndur á UFC 194. Þættinn má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.