spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGólfið of sleipt eftir blóðbað í Cage Warriors - bardaginn dæmdur ógildur

Gólfið of sleipt eftir blóðbað í Cage Warriors – bardaginn dæmdur ógildur

Cage Warriors 106 fór fram í London í gærkvöldi. Aðalbardagi kvöldsins endaði með óvenjulegum hætti þar sem gólfið þótti of sleipt til að hægt væri að berjast.

Þeir Nicolas Dalby og Ross Houston mættust í aðalbardaga kvöldsins. Dalby var bráðabirgðarmeistari Cage Warriors og átti að sameina beltin þar sem Houston var með alvöru veltivigtartitilinn.

Bardaginn byrjaði ansi fjörlega en í 1. lotu fékk Dalby stóran skurð eftir olnboga frá Houston. Það byrjaði strax að blæða verulega úr skurðinum en dómarinn Marc Goddard fékk lækninn strax til að kíkja á skurðinn. Læknirinn gaf Dalby grænt ljós á að halda áfram og fékk Dalby væna vaselín lúku yfir skurðinn eftir 1. lotu til að koma í veg fyrir blæðinguna.

Dalby átti frábæra frammistöðu í 2. lotu og braut nef Houston með beinni hægri. Það fór því að blæða mikið úr Houston líka og hvíti dúkurinn í búrinu orðinn rauðleitur sem og hvítar stuttbuxur Houston.

Í 3. lotu hélt Dalby áfram að sækja og virtist nálægt því að klára bardagann. Dúkurinn í búrinu var þó orðinn mjög sleipur eftir blóð og svita bardagamanna. Þeir áttu því báðir í vandræðum með að athafna sig og var gólfið eins og skautasvell.

Dómarinn Marc Goddard hafði áhyggjur af öryggi keppenda þar sem báðir runnu ítrekað í búrinu. Goddard stöðvaði því bardagann eftir tvær mínútur í 3. lotu og bardaginn dæmdur ógildur.

Þetta var fimm lotu titilbardagi og því hefði ekki verið hægt að fara í dómaraákvörðun. Dalby var þó að hafa yfirhöndina og má teljast óheppinn að bardaginn hafi endað svona. Gólfið var þó of sleipt eftir blóðbað og bardaginn því stöðvaður en þetta er sennilega í fyrsta sinn sem slíkt gerist í MMA.

Daninn Dalby lagði til að þeir myndu mætast aftur á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í september.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular