spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGömlu hanskarnir teknir aftur í notkun á UFC 309

Gömlu hanskarnir teknir aftur í notkun á UFC 309

UFC kynntu til sögunnar fyrr á þessu ári nýja gerð af hönskum sem hafa verið í noktun síðan 1. júní. Gömlu hanskarnir verða hins vegar teknir upp að nýju fyrir UFC 309 sem haldið verður í Madison Square Garden á laugardaginn.

Talsmenn UFC töluðu mjög vel um nýju hanskana og hönnun þeirra þegar þeir komu fyrst til sögunnar en þeir hafa verið mikið gagnrýndir fyrir að leiða til færri rothögga.

Samkvæmt MMA Junkie hefur rothöggs hlutfallið fyrir gömlu hanskana haldist nokkuð stöðugt frá 2021, 31-34% en síðan nýju hanskarnir voru teknir upp hefur það lækkað í 22.9% á meðan dómaraákvarðanir hafa hækkað um 11.5%

Jon Jones tók fréttunum vel að gömlu hanskarnir skuli verða teknir upp að nýju en hann sagðist aldrei hafa náð að venjast nýju og ekki viljað æfa með þá.

Hunter Campbell sagði að þar sem það eru aðallega reyndir bardagamenn (veterans) á 309 viðburðinum að það væri óþarfi að láta þá í nýju hanskana, frekar gefa þeim það sem þeir eru vanir.

Það verður áhugavert að sjá hvort gömlu hanskarnir verði aðeins notaðir fyrir þennan eina viðburð eða hvort þeir séu komnir aftur til að vera.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular