Það tók Greg Hardy aðeins 57 sekúndur að klára sinn fyrsta atvinnubardaga í gær. Hardy rotaði Austin Lane snemma í fyrstu lotu og fær samning við UFC í kjölfarið.
Greg Hardy er umdeildur maður en hann var fundinn sekur um heimilisofbeldi á meðan hann spilaði í NFL deildinni. Hardy áfrýjaði dómnum en þegar málið var tekið upp aftur neitaði ákærandi að bera vitni og var því málið fellt niður. Ekkert lið í NFL deildinni vildi semja við Hardy og snéri hann sér því að MMA.
Eftir þrjá áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í áskorendaseríu Dana White (Dana White’s Tuesdays Contender Series) í gær. Þar vann hann annan fyrrum NFL leikmann sem var sjálfur búinn með fjóra atvinnubardaga – allt sigra eftir rothögg.
Eftir bardagana í gær fengu þeir Greg Hardy og Alonzo Menifield samning en það er ekki víst að Hardy berjist strax í UFC. Dana White sagði eftir bardagana að hann vilji gefa Hardy reynslu á minni vettvangi áður en hann fær tækifæri í UFC. UFC hefur áður gert slíkt með Cris ‘Cyborg’ Justino, Mackenzie Dern og Alexa Grasso þar sem þau börðust öll utan UFC þrátt fyrir að vera á samningi hjá UFC. Í fullkomnum heimi myndi hann gera það sama fyrir Hardy.
It’s over. Hardy KO’d Lane at 4:06 of the very first round. #DWTNCS pic.twitter.com/WCmxnNf6QF
— Robbie Fox (@RobbieBarstool) June 13, 2018