0

Yoel Romero ætlar í mál við íþróttasambandið í Illinois

Yoel Romero var ekki sáttur með vigtunina á föstudaginn fyrir UFC 225 en Romero var 0,2 pundum of þungur og gat þar af leiðandi ekki orðið meistari með sigri. Romero er ósáttur við störf íþróttasambandsins í Illinois.

UFC 225 fór fram í Chicago í Illinois um síðustu helgi. Upphaflega átti Romero að mæta Robert Whittaker um millivigtartitilinn en þar sem hann náði ekki vigt var þetta ekki titilbardagi. Romero þurfti að vera 185 pund í vigtuninni en í fyrstu tilraun var hann einu pundi yfir.

Samkvæmt reglum íþróttasambandsins í Illinois átti Romero að fá tvo auka klukkutíma til að ná síðasta pundinu af sér. Romero og hans lið heldur því hins vegar fram að formaður íþróttasambandsins í Illinois, Nancy Illg, hafi stoppað niðurskurðinn eftir einungis klukkustund. Samkvæmt Romero var læknir á staðnum sem vildi leyfa Romero að halda áfram að skera niður en Nancy Illg leist hins vegar illa á blikuna og vildi ekki leyfa Romero að halda áfram. Romero fékk því bara að nota helminginn af tímanum sem íþróttasambandið hafði sagt að hann mætti fá. Romero var því 90 grömmum of þungur og gat ekki orðið meistari hefði hann unnið.

„Ég veit ekki af hverju þeir stoppuðu þetta, en það var hræðilegt. Þetta var hræðileg ákvörðun, ég fékk bara 45 mínútur,“ sagði Romero.

„Planið var að nota þessa tvo tíma. Allt sem við gerðum frá fyrstu vigtun var með það að sjónarmiði að nota þessa tvo tíma,“ sagði umboðsmaður Romero, Abe Kawa, við The MMA Hour í vikunni. Kawa segir að Nancy Illg hafi tekið ákvörðunina og tekið fram fyrir hendur lækna. Þar sem Romero náði ekki vigt missti hann 20% af tekjum sínum og fékk ekki 50.000 dollara bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Romero ætlar í mál við íþróttasambandið í Illinois vegna tekjumissisins.

Þetta er í annað sinn sem Romero nær ekki vigt en hann var nokkrum pundum of þungur fyrir bardaga sinn gegn Luke Rockhold í febrúar. Dana White, forseti UFC, vill sjá Romero fara upp í léttþungavigt.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.