0

Conor: Ég iðrast gjörða minna

Conor McGregor mætti fyrir dómstóla í dag fyrir rútuárásina sína í apríl. Engin niðurstaða er komin í málið og þarf hann að mæta aftur fyrir dómstóla þann 26. júlí.

Conor var mættur til New York í dag ásamt liðsfélaga sínum Cian Cowley sem einnig var ákærður fyrir þátt sinn í rútuárásinni.

Báðir ætla þeir að semja um sættir við dómstóla og var málinu því frestað til 27. júlí. Conor ræddi stuttlega við fjölmiðla er hann gekk úr dómshúsinu í dag.

„Ég iðrast gjörða minna. Ég skil alvarleika málsins og vonast að málið leysist. Takk allir,“ sagði Conor við fjölmiðla.

Audie Attar, umboðsmaður Conor, sagði að engin ákvörðun verði tekin um næstu bardaga Conor fyrr en málið verði afgreitt.

„Við einbeittum okkur að réttarsalnum í dag og ætlum ekki að spá í framtíðinni þar til við klárum þetta. Eins og er erum við í góðum viðræðum við sakóknara og munum við einbeita okkur að því og að framtíðinni seinna,“ sagði Attar.

Conor McGregor og Cian Cowley eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov í aðdraganda UFC 223 í apríl. Conor kastaði tryllu í gegnum rúðu á rútunni með þeim afleiðingum að nokkrir einstaklingar urðu fyrir skaða. Þar á meðal voru starfsmenn UFC og bardagamennirnir Michael Chiesa og Ray Borg.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.