spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGSP: Bardagalistir snúast ekki bara um hver sé með stærstu hreðjarnar

GSP: Bardagalistir snúast ekki bara um hver sé með stærstu hreðjarnar

Georges St. Pierre var alsæll eftir sigurinn á Michael Bisping í nótt. St. Pierre kláraði Bisping með hengingu í 3. lotu í mögnuðum lokabardaga á UFC 217.

UFC 217 fór fram í Madison Square Garden í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Georges St. Pierre og Michael Bisping um millivigtartitilinn. Þetta var fyrsti bardagi St. Pierre í fjögur ár og leit hann bara skrambi vel út þegar hann tók millivigtartitilinn.

„Bardagalistir snúast ekki um hver er með stærstu hreðjarnar. Afsakið orðbragð mitt. Þetta snýst um tækni, setja gildrur og kænsku. Ég var að berjast við stærri andstæðing og þetta vildi ég sanna í kvöld fyrir aðdáendur mína,“ sagði St. Pierre við Joe Rogan eftir bardagann.

St. Pierre kýldi Bisping niður með vinstri krók en þetta var veikleiki sem hann var búinn taka eftir hjá Bisping í undirbúningi sínum fyrir bardagann.

„Ég horfði á marga bardaga með honum. Ég vissi að hann ætti í vandræðum með högg sem koma frá hans hægri hlið. Planið var að fá hann til að hugsa um vinstri hlið sína og koma með högg í hægri hlið hans. Það var það við gerðum í bardaganum.“

St. Pierre hrósaði Bisping eftir bardagann og sagðist ekki vilja berjast við hann aftur. „Michael er erfiðasti gæji sem ég hef barist við. Hann er ótrúlegur. Ég er bardagamaður en ég hef verið aðdáandi hans. Hann er gott dæmi um þá erfiðisvinnu og dugnað sem þú þarft í þessari íþrótt.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular