Monday, April 22, 2024
HomeErlentGSP gegn Michael Bisping í Madison Square Garden?

GSP gegn Michael Bisping í Madison Square Garden?

Enn höfum við ekki fengið dagsetningu á bardaga Georges St. Pierre gegn Michael Bisping. Kapparnir munu mætast í haust en hugsanlega verður það í Madison Square Garden.

Næsta titilvörn millivigtarmeistarans Michael Bisping verður gegn fyrrum veltivigtarkónginum Georges St. Pierre (GSP). Þessi bardagi kom mörgum í opna skjöldu er hann var tilkynntur enda var ekki vitað hvenær og hvar bardaginn færi fram. Nú, tveimur mánuðum eftir tilkynninguna, vitum við ekki enn hvenær bardaginn fari fram en hugsanlega vitum við hvar hann muni fara fram.

GSP póstaði þessari mynd á Twitter í gær af sér og Íslandsvininum Erik Owings á NHL leik í Madison Square Garden. „Ég gæti barist hér eftir nokkra mánuði. Get ekki beðið,“ segir GSP við myndina.

UFC hélt risastórt bardagakvöld í Madison Square Garden í nóvember í fyrra. Þá tilkynntu bardagasamtökin að þau ætluðu sér að halda stórt bardagakvöld í höllinni víðfrægu einu sinni á ári. Bardagi GSP og Bisping væri nægilega stór til að vera aðalbardagi kvöldsins í Madison Square Garden ef UFC stendur við orðin og heimsækir aftur höllina á síðari hluta ársins.

Allt eru þetta þó einungis getgátur en enn bíðum við eftir staðfestri dagsetningu á bardaganum umdeilda.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular