spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentGuðlaugur Einarsson tók titilbardaga gegn ósigruðum andstæðingi með skömmum fyrirvara

Guðlaugur Einarsson tók titilbardaga gegn ósigruðum andstæðingi með skömmum fyrirvara

Guðlaugur Þór Einarsson frá Imperium hélt út til Colchester á Englandi síðustu helgi þar sem hann barðist uppá léttþungavigtartitil Cage Warriors Academy South East. Hann tapaði á einróma dómaraákvörðun gegn ósigruðum andstæðingi, Karl Mullings, sem hafði hingað til klárað alla fyrri andstæðinga sína.

Guðlaugi var boðinn bardaginn með aðeins tveggja vikna fyrirvara þannig undirbúningurinn var ekki mikill að hans sögn en hann hefur æft stíft og heldur sér alltaf í góðu formi.
Guðlaugur hefur yfirleitt barist í millivigt en tekur þennan bardaga í léttþungavigt sem er talsvert stökk, 20 punda munur.

Guðlaugur segir þetta hafa verið hörku bardaga með mikið af þungum höggum og spörkum en honum hafi ekki fundist hann detta almennilega í gang fyrr en í 3. lotu en hann er sá fyrsti til að komast alla leið í 3. lotu gegn hinum ósigraða Karl Mullings.

Guðlaugur barðist síðast fyrir þremur árum en segist aldrei hafa ákveðið að hætta heldur hafi hann tekið pásu og sé núna mættur tvíefldur tilbaka. Hann mætti á sínum tíma Ian Garry á Cage Warriors 99 sem var jafnframt síðasti áhugamannabardagi Írans knáa sem er í dag ósigraður atvinnumaður með metið 15-0 og augað á UFC gulli.

Guðlaugur er með skráð áhugamannametið 2-3 og 1 No contest á tapology en þar vantar 2 sigra auk þess sem No contest dómur er yfir titilbardaga hans gegn Jamie Ward í Cage Warriors Academy South East frá 2019. Guðlaugur vann þann bardaga og þar með titilinn, en þar sem hann mætti seint í vigtun kom upp það vafamál hvort hann ætti að halda titlinum. Fulltrúar Cage Warriors tjáðu honum á sínum tíma, eftir að ágreiningurinn kom upp, að hann myndi halda titlinum þannig raunverulegt met Guðlaugs er 5-3.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular