spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGuðlaugur Þór: Planið var að byrja af krafti

Guðlaugur Þór: Planið var að byrja af krafti

Guðlaugur Þór Einarsson var aðeins tíu sekúndur með sinn fyrsta MMA bardaga um síðustu helgi. Guðlaugur var ánægður með þessa upplifun sína en bjóst við að bardaginn myndi endast lengur.

Guðlaugur mætti Norðmanninum Robin Halvorsen á British Challenge MMA 20: Cage Warriors Academy kvöldinu í Englandi. Guðlaugur hefur æft bardagaíþróttir um nokkurt skeið og fór sjálfur að leita að bardaga þegar honum fór að langa að stíga í búrið.

„Mér var bent á að tala við mann sem er með góð sambönd í þessum bransa og spurði ég hvort hann vissi um einhvern bardaga fyrir mig. Ég sendi honum smá ferilskrá um mig þar sem ég taldi upp fyrri reynslu á glímumótum hér heima og hversu lengi ég væri búinn að æfa. Þá talaði hann við einhverja promotera og fann laust pláss á þessu eventi,“ segir Guðlaugur.

Guðlaugur hefur bæði æft í Mjölni og VBC en var þarna að ekki að keppa fyrir hönd neins félags. „Það fór enginn þjálfari með mér út, heldur var einn æfingafélagi minn og bróðir minn í horninu. Svo voru fleiri vinir og fjölskyldumeðlimir upp í stúku.“

Guðlaugur sigraði með tæknilegu rothöggi eftir tíu sekúndur. Guðlaugur hamraði Halvorsen með yfirhandar hægri og lét svo höggin dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann.

„Planið var að byrja af krafti og fleygja þungum höggum og spörkum strax. Ég bjóst við að bardaginn myndi endast aðeins lengur þar sem andstæðingurinn var búinn með góða sigra bæði í kickboxi og MMA.“

Þó bardaginn hafi bara staðið yfir í tíu sekúndur tekur Guðlaugur helling frá þessari reynslu. „Þessi reynsla var mjög góð og helsta sem ég tek frá þessu er allur aðdragandinn að bardaganum. Vera bara rólegur og hafa gaman af þessu,“ segir Guðlaugur að lokum.

Guðlaugur Þór Einarsson

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular