spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar býst við bardaga á síðasta bardagakvöldi ársins hjá UFC

Gunnar býst við bardaga á síðasta bardagakvöldi ársins hjá UFC

Gunni NelsonGunnar Nelson býst við að fá bardaga á UFC 232 í Las Vegas í lok árs. Bardagakvöldið fer fram þann 29. desember og væri því um að ræða áramótabardaga fyrir Gunnar.

Þetta sagði Gunnar í Búrinu á Stöð 2 Sport en hluti af þættinum birtist á Vísi áðan.

UFC 232 verður síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC en í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Cris ‘Cyborg’ Nunes um fjaðurvigtartitil kvenna.

Gunnar segir í Búrinu að öllum líkindum muni hann berjast þetta kvöld þó enginn andstæðingur sé staðfestur. Jorge Masvidal kom til greina en hann hefur ákveðið að fara aftur niður í léttvigt.

Búrið verður á dagskrá kl. 21:35 í kvöld á Stöð 2 Sport en í þættinum er farið ítarlega yfir UFC 229 bardagakvöldið um helgina þar sem þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular