0

Gunnar hefur samþykkt að berjast við Darren Till – beðið eftir samþykki Till

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, greindi frá því á Twitter að UFC hafi boðið Gunnari að berjast við Darren Till í London. Gunnar á að hafa samþykkt bardagann og er nú beðið eftir Till.

Ef Darren Till samþykkir yrði bardaginn aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í London þann 17. mars. Á þessari stundu hefur Till ekki samþykkt bardagann en hann virtist vera til í að mæta Gunnari er þeir áttu í orðaskiptum á dögunum.

Þetta yrði stór bardagi fyrir Gunnar og svo sannarlega hættulegur andstæðingur. Nú er bara að bíða og sjá hvort Till samþykki bardagann.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply