spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson aftur upp í 14. sæti á styrkleikalistanum

Gunnar Nelson aftur upp í 14. sæti á styrkleikalistanum

GunnarGunnar Nelson og Ryan LaFlare hafa aftur skipt um sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Í síðustu viku hækkaði LaFlare upp í 14. sæti á meðan Gunnar fór niður í það 15.

UFC raðar keppendum í 15 sæti á eftir meistaranum í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Styrkleikalisti UFC er uppfærður rúmlega 36 klukkustundum eftir hvern viðburð. Listinn er valinn af fjölmiðlafólki sem setur saman sinn lista yfir topp 15 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Meistarinn í hverjum flokki er ekki á listanum heldur einfaldlega skráður sem meistari þannig að það má í raun segja að listinn samanstandi af topp 15 áskorendum í hverjum þyngdarflokki.

Eins og við greindum frá í síðustu viku höfðu þeir Gunnar og LaFlare sætaskipti. Það var erfitt að ímynda sér ástæðuna á bakvið sætaskiptin í síðustu viku enda hvorugur barist síðustu mánuði og enn erfiðara að ímynda sér ástæðuna núna. Kannski hafa fjölmiðlamenn verið svo yfir sig hrifnir af Chandelier dansi Gunnars að þeir gátu ekki annað en sett hann aftur í 14. sæti?

Þeir Gunnar og LaFlare áttu að mætast í Dublin síðasta sumar áður en LaFlare meiddist. LaFlare hefur ekkert barist síðan í apríl í fyrra en hann tekst á við Demian Maia í næsta mánuði. Ættu þeir Gunnar og LaFlare ekki bara að berjast til að útkljá hvor er betri bardagamaður?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Veit ekki alveg hvað þeir eru að rokka með þennan lista. Enn furðulegra er t.d. að sjá Kelvin Gastelum fara upp um eitt sæti. Féll reyndar um nokkur eftir tapið um daginn en féll auk þess á vigt og var rekinn úr veltivigtinni. Hann ætti ekki einu sinni að vera á listanum.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular