Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeForsíðaHolly Holm berst á UFC 184 um helgina

Holly Holm berst á UFC 184 um helgina

Holly Holm

Næstkomandi laugardag þreytir hnefaleikameistarinn Holly Holm frumraun sína í UFC en hún mætir Raquel Pennington í næstsíðasta bardaga UFC 184. Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá Holm í UFC, enda er hún fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum og hefur gengið mjög vel í MMA.

Pennington datt nýverið niður í 14. sæti á styrkleikalista UFC í bantamvigt kvenna en Holm situr í því þrettánda þrátt fyrir að hafa aldrei barist í UFC. Sigurvegarinn í þessum bardaga mun mjög líklega komast inn á topp 10 í deildinni.

Ólík reynsla

Holm er fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, með 33 sigra, 2 töp og 3 jafntefli. Hún hefur sýnt yfirburða höggtækni í bardögum sínum og aldrei lent í verulegri hættu. Þó fimm af sjö sigrum hennar hafi komið með tæknilegu rothöggi og einn með rothöggi hefur hún samt aldrei sigrað í fyrstu lotu, þrátt fyrir að hafa ekki mætt öflugum andstæðingum.

Pennington hefur unnið fimm bardaga og tapað fjórum en þar af hefur hún unnið tvo og tapað einum í UFC. Hún keppti í Invicta áður en hún tók þátt í 18. þáttaröð af The Ultimate Fighter. Hún datt út í undarúrslitum keppninnar og fékk samning við UFC.

Pennington hefur reynslu gegn mun öflugri keppinautum en Holm frá því að hún keppti í Invicta. Pennington tókst að vísu ekki að sigra þær en hún tapaði m.a. fyrir Cat Zingano og Leslie Smith í Invicta. Hennar eina tap í UFC kom gegn Jessica Andrade en hún býr nú að góðri reynslu frá þessum bardögum. Hún vann líka Jessamyn Duke í TUF 18 í bardaga sem var valinn sá besti í þáttaröðinni.

100914-UFC-holly-holm-raquel-pennington-LN-PI

Styrkleikar og veikleikar

Holly_Holm_vs._Allanna_Jones_2_mediumPennington er höggþung og árásargjörn en ekki sérlega tæknileg – sérstaklega standandi. Holm er aftur á móti einstaklega fær boxari sem hefur þjálfað upp baneitruð spörk. Holm ætti því að vera með forskot standandi og ef hún getur haldið Pennington frá sér ætti hún að geta lent nógu mörgum góðum höggum til að stöðva Pennington eða sigra á stigum.

Holm hefur ekki enn sýnt glímutækni sína af viti svo það er erfitt að átta sig á hæfni hennar í þeirri deild. Pennington ætti vissulega að láta reyna á glímuhæfni Holm í þessum bardaga, því það er vitað mál að Holm er öflugust standandi. Pennington hefur tvisvar unnið með uppgjafartaki sem atvinnumaður en fimm af sjö sigrum hennar sem áhugamaður voru með uppgjafartökum. Við höfum líka séð Pennington svæfa Ashlee Evans-Smith í UFC svo hún er kröftug og með hættuleg uppgjafartök sem Holm ætti að varast.

Það verður áhugavert að sjá hvernig glímuhæfni Holm reynist í þessum bardaga. Ef Holm lendir í vandræðum í glímunni gegn Pennington á hún enn langt í land með að ógna þeim öflugustu í deildinni.

Lítur ágætlega út fyrir Holm

Ef Holm getur haldið Pennington frá sér ætti hún að geta afgreitt Pennington. Ef Pennington leyfir Holm ekki að berjast tæknilega, heldur gerir þetta að erfiðum og sóðalegum bardaga og þreytir Holm, gæti Pennington náð að brjóta Holm niður og sigra hana með uppgjafartaki eða á stigum. En þó Pennington sé líklega betri glímumaður en Holm er ekki þar með sagt að Pennington sé sérlega fær í þeirri deild. Það er því ekki mjög líklegt að hún geti límt sig á Holm og tekið af henni bestu vopnin.

holly holm gif 2

Það verður í það minnsta mjög áhugavert að sjá Holm spreyta sig gegn öflugum keppinaut með reynslu í UFC. Mikið hefur verið gert úr hæfni hennar og hún hefur lengi æft með topp þjálfurum og æfingafélögum.

Á laugardaginn gæti ný stjarna fæðst í kvennadeild UFC. Það veitir svo sannarlega ekki af fleiri öflugum keppinautum í bantamvigt kvenna í UFC og eru margir sem vonast eftir því að Holm tryggi sér titilbardaga í náinni framtíð.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular