spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGleison Tibau: 8 ár í UFC en aldrei nálægt toppnum

Gleison Tibau: 8 ár í UFC en aldrei nálægt toppnum

gleison tibauGleison Tibau keppir við Tony Ferguson á laugardagskvöld í fyrsta bardaganum á aðalhluta UFC 184. Ferill Tibau í UFC er áhugaverður fyrir margar sakir og munum við renna yfir nokkrar ástæður þess hér að neðan.

Gleison Tibau er risastór fyrir léttvigtina eins og sjá má myndinni hér að ofan. Hann sker niður um 15 kg fyrir bardaga og hefur alltaf náð þyngd. Tvisvar hefur hann þurft að keppa í ‘catchweight’, þ.e. þyngri flokki en léttvigt, en í bæði skipti var það vegna þess að andstæðingur hans mætti of þungur í vigtun.

Tibau hefur keppt í UFC í rúm átta ár og barist 24 bardaga í samtökunum. Aðeins Tito Ortiz og Randy Couture hafa keppt í fleiri UFC bardögum en Tibau. Hann mun þó jafna bardagafjölda Couture á laugardaginn kemur og hefur keppt fleiri bardaga en menn eins og Chuck Liddell, B.J. Penn og Georges St. Pierre. Þrátt fyrir að vera umkringdur þessum goðsögnum hvað varðar bardagafjölda hefur hann aldrei verið nálægt toppbaráttu í léttvigtinni. Auk þess má benda á það að kappinn er einungis 31 árs gamall og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir.

Niðurskurðurinn hefur sjáanleg áhrif á hann þar sem hann á það til að fjara verulega út þegar líður á bardagann. Það er dæmigert fyrir Tibau að sigra fyrstu tvær loturnar, tapa síðustu lotunni og sigra svo eftir dómaraákvörðun. Af 33 sigrum hans hafa 16 komið eftir dómaraákvörðun, þar af eru 11 sigrar í UFC eftir dómaraákvörðun.

Margir vilja meina að hann sé hinn fullkomni hliðvörður (e. gatekeeper), þ.e. bardagakappi sem mun aldrei vinna titilinn en veldur flestum í deildinni vandræðum. Ætli bardagamaður að komast á topp 15 í léttvigtinni er Tibau einn af þeim sem þarf að sigra.

Tibau hefur nú sigrað þrjá bardaga í röð og takist honum að sigra Tony Ferguson á laugardaginn verður það í fyrsta sinn sem honum tekst að sigra fleiri en þrjá bardaga í röð í UFC. Að lokum má minnast á að raunverulegt nafn Gleison Tibau er Janigleison Herculano Alves – sem er nokkuð áhugavert í sjálfu sér.

UFC 184 fer fram á laugardagskvöldið og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst kl 3.

Hér að neðan má sjá lista yfir bardagakappa með flesta UFC bardaga:

http://www.fightmatrix.com/ufc-records/most-bouts/

tibau2

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular