spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson: Ber mikla virðingu fyrir Leon Edwards

Gunnar Nelson: Ber mikla virðingu fyrir Leon Edwards

Gunnar Nelson var ánægður að fá staðfestan bardaga í London. Gunnar mætir Leon Edwards í mars og líst vel á bardagann.

Gunnar mætir Leon Edwards í næststærsta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Bardaginn er afar mikilvægur fyrir Gunnar en með sigri tekur hann góð skref í átt að toppnum.

Leon Edwards æfir mikið með Tom Breese en Breese hefur dvalið hér á land og æft með Gunnari.  Gunnar telur að Breese geti ekki ljóstrað upp neinum leyndarmálum um sig þrátt fyrir að þeir hafi æft saman. „Ég ber mikla virðingu fyrir Leon. Þetta er sport og ég er klár í þetta,“ segir Gunnar.

„Hann er svona nokkuð góður all rounder. Ég held hann hafi komið úr striking og kickboxi en er helvíti seigur alls staðar. Hefur klárað bardaga með submisson, seigur að scrambla upp og með fínt takedown defense. Notar spörk mikið. Myndi segja að hann væri svipaður og síðasti andstæðingur hvað varðar styrkleika þannig séð en allt öðuvísi fighter, southpaw og svona. Oliveira með meira power, þessi meira tactical og tæknilegur en ekki eins powerful.“

Gunnar barðist við Oliveira í Toronto í desember í fyrra og hélt sér heitum með æfingum á púðunum með Jorge ‘Spaniard’ Blanco. Blanco er virtur sparkbox þjálfari en hann hefur meðal annars þjálfað menn á borð við Georges St. Pierre, Rashad Evans og Michael Bisping. Gunnar segir að það komi til greina að fá hann hingað til lands en reiknar ekki með því enda Blanco upptekinn maður.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular