spot_img
Wednesday, February 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentGunnar Nelson staðfestir bardaga á UFC í London

Gunnar Nelson staðfestir bardaga á UFC í London

Í morgun vöknuðu íslendingar upp við sögusagnir sem gengu um netheimana að Gunnar Nelson væri kominn með bardaga 22. mars í London gegn Kevin Holland. Í samtali við fréttamann MMA Frétta staðfesti Gunni þær sögusagnir.

Spennandi tímar eru framundan hjá íslenskum aðdáendum blandaðra bardagalista en Gunni hefur ekki barist frá árinu 2023 þegar hann sigraði Bryan Barberena með uppgjafartaki.

Kevin Holland ætti að vera flestum kunnugur sem fylgjast grannt með UFC en hann hefur barist þar síðan 2018 og er einstaklega virkur. Holland er með 24 bardaga á skránni innan UFC. 13 sigra, 10 töp og 1 No Contest og fór hann á 5 bardaga sigurgöngu árið 2020 og komu sigrarnir 5 allir á sama almanaksárinu.

Hann barðist síðast 18. janúar á UFC 311 þar sem hann tapaði á rear naked choke uppgjafartaki í 1. lotu gegn Reinier de Ridder sem var þó í þyngdarflokknum fyrir ofan. Holland flakkar milli veltivigtar og millivigtar og hefur alltaf átt sínar bestu frammistöður í veltivigtinni, þó hann hafi vissulega sigrað sterka 185 punda andstæðinga eins Anthony Hernandez og Gerald Meerschaert. Holland átti ekki góðan dag gegn De Ridder en hefur sýnt og sannað í gríð og erg að hann getur strítt hverjum sem er og á hann ótal sigra yfir mjög góða bardagamenn undir beltinu.

Fimmta Lotan gerði að sjálfsögðu upp UFC 311 í þættinum sem kom út í síðustu viku og fara þar yfir bardagann milli Kevin Holland og Reinier de Ridder eftir sirka 1 klst og 44 mínútur af þættinum:

Kevin Holland er vægast sagt skrautlegur karakter en þeir sem vilja kynnast honum betur, sem bardagamanni og persónu, geta skoðað myndböndin að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið