Uriah Hall átti að mæta Vitor Belfort í kvöld á UFC bardagakvöldinu í St. Louis. Bardaginn hefur nú verið felldur niður eftir erfiðleika í niðurskurðinum hjá Hall.
Uriah Hall var kominn í tilsetta þyngd í gær og á leið í vigtun þegar það skyndilega leið yfir hann. Hall var umsvifalaust fluttur upp á sjúkrahús en heimildir herma að hann hafi fengið flogakast.
Paige VanZant, sem berst í kvöld, sagði að atvikið með Hall hafi verið ógnvekjandi.
Please send Prayers up for @UriahHallMMA scariest thing I have ever seen. ??
— Paige VanZant (@PaigeVanzantUFC) January 13, 2018
Hall dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt en ástand hans var stöðugt.
I’m told Hall was only one pound off, with everything looking good, before complications forced his removal for medical reasons. #UFCSTL
— John Morgan (@MMAjunkieJohn) January 13, 2018
As a health update, I’m told Uriah Hall is in stable condition and now sleeping. Kidney issues seem to be to blame, but he’s doing better now.
— John Morgan (@MMAjunkieJohn) January 13, 2018
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Belfort en bardaginn í kvöld átti að vera hans síðasti á ferlinum. Óvíst er sem stendur hvort Belfort reyni að fá annan andstæðing síðar á árinu.