Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxHafþór Magnússon í einlægu viðtali

Hafþór Magnússon í einlægu viðtali

Landsliðsmaðurinn Hafþór Magnússon var gestur vikunnar hjá Fimmtu Lotunni. Hafþór er hrikalega efnilegur hnefaleikamaður og mun keppa á Norðurlandameistaramótinu í þriðja skipti á ferlinum og að sjálfsögðu stefnir hann á að koma heim með gullið, í fyrsta skipti í sögu íslands.

Hafþór byrjaði að æfa fyrir 5 árum, þá 14 ára gamall, og rataði þá inn á æfingu hjá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og hóf að læra af Arnóri Grímssyni sem fylgir núna Hafþóri út í risastórt landsliðsverkefni ásamt Davíð Rúnari aðalþjálfara landsliðsins.

Sviðsljósið er ekki Hafþóri ókunnugt, en hann komst í fréttirnar eftir rosalegan bardaga gegn Viktori Zoega frá Bogatýr á síðasta degi vor Bikarmótsins. Bardaginn var jafn og kaflaskiptur, en Hafþór þurfti tíma til að vaxa almennilega inn í bardagann eftir að hafa byrjað hægt. Hafþór segist hafa verið gjörsamlega búinn á því og að þolið hafi verið alveg búið, en hann ákvað að einbeita sér að því að berjast og skilja allt eftir í hringnum. Hugafar sem skilaði honum sigrinum í viðureigninni og bikarnum.

Viðtalið er í heild sinni á Spotify og er upplagt tækifæri til að kynnast þessum gæðadreng!

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular