spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJHákon Arnórsson sigraði ADCC Wales Open, stefnir á Caged Steel í desember

Hákon Arnórsson sigraði ADCC Wales Open, stefnir á Caged Steel í desember

Hákon Örn Arnórsson frá RVK MMA hélt út fyrir landsteinana um helgina og tók þátt í ADCC Wales Open þar sem hann fór með sigur af hólmi í sínum flokki og hreppti gullið. Sömu helgi opinberuðu Caged Steel á sínum miðlum að Hákon muni snúa aftur fyrir næsta viðburð sem haldinn verður 7. desember

Hákon keppti í -70kg byrjendaflokki, fyrir þá sem hafa æft í 2 ár eða minna, en í flokknum vorum 5 keppendur. Hákon glímdi þrisvar á mótinu, hann sigraði fyrstu glímuna með Americana uppgjafartaki eftir eina og hálfa mínútu en seinni tvær fór hann allar 9 mínúturnar og tók hann þær á stigum.

Hákon óð í gegnum fyrsta andstæðinginn að sögn æfingafélaga síns og þjálfara í RVKMMA, Kristins Dags Guðmundssonar, en átti í meiri erfiðleikum með Brasilíumanninn sem hann mætti þar á eftir. Hákon fylgdi þó leikáætlun sinni og wrestlaði sig í gegnum glímuna sem hann tók að lokum á stigum.

Hákon mætti heimamanni í úrslita glímunni sem hann hafði séð klára fyrri andstæðing sinn snemma þannig hann vissi að hann ætti erfitt verkefni fyrir höndum. Hann var að eigin sögn ansi þreyttur eftir mikil átök í annarri glímunni en náði að peppa sig vel í gang þegar hann áttaði sig á að hann væri kominn í úrslit. Hákon var þó tekinn snemma niður í úrslitaviðureigninni. Andstæðingurinn náði sweepi, festi hann í front headlock, tók þaðan bakið hans og hélt því í góða stund en Hákon náði að snúa stöðunni við og komast á lappir. Hákon náði svo sinni eigin double leg fellu. Andstæðingurinn komst aftur á fætur en Hákon tók hann þá tvisvar í viðbót niður og vinnur úrslitaglímuna á stigum. Öll athygli í salnum beindist að Hákoni og andstæðing hans þó fleiri glímur voru í gangi eftir að þeir fóru að rífa kjaft við hvorn annan í miðri glímu, að sögn Kristins.

Greinilegt að Hákon hefur unnið mikið í glímunni sinni undanfarið en hann keppti einnig á bikarmóti Hnefaleikasambandsins í september þar sem hann stóð sig með prýði þrátt fyrir að lúta í lægra haldi gegn góðum andstæðing.

Eftir mótið lá leið Hákons svo til Liverpool þar sem enginn annar en Baddy “The Baddy” Pimblett tók á móti honum en hann mun æfa ásamt Paddy, “Meatball” Molly McCann og fleirum í Next Generation MMA Liverpool næstu vikuna. Hákon tók þátt í sinni fyrstu æfingu þar fyrr í morgun(mánudag).

Caged Steel gáfu það út að Hákon muni snúa aftur í búrið, á appelsínugula dúkinn, í desember en hafa ekki enn opinberað hver andstæðingur hans verður. Hákon hefur hins vegar tjáð það að það sé hiti milli hans og andstæðingsins og lofar flugeldasýningu!
Hákon er 1-2 sem áhugamaður í MMA og hefur barist 2 af 3 bardögum sínum fyrir Caged Steel í Doncaster. MMA Fréttir munu opinbera hver andstæðingur hans er um leið og við fáum leyfi fyrir því.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular