0

Handtökuskipun á hendur Conor – Artem Lobov fær ekki berjast á laugardaginn

Dana White, forseti UFC, sagði fyrr í kvöld að handtökuskipun á hendur Conor hafi verið gefin út af lögreglunni í New York. Þá fær Artem Lobov ekki að keppa á laugardaginn eftir sinn þátt í látunum.

Conor McGregor mætti óvænt til New York í dag í lok fjölmiðladagsins á UFC 223. Conor lét illum látum og veittist að rútu með UFC bardagamenn innanborðs. Talið er að hann hafi reynt að komast að Khabib Nurmagomedov sem mætir Max Holloway á laugardaginn um léttvigtartitilinn. Í látunum í dag fékk Michael Chiesa, sem mætir Anthony Pettis á laugardaginn, skurð. Nú hefur Dana White sagt að handtökuskipun hafi veirð gefin út á hendur Conor McGregor og getur flugvélin hans ekki yfirgefið New York.

Artem Lobov, liðsfélagi Conor, fær ekki að berjast við Alex Caceres á laugardaginn eins og til stóð fyrir sinn þátt af átökunum. Conor kom til New York til að styðja Lobov og nú fær sá síðarnefndi ekki að berjast á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.