spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHendricks-Woodley ekki á morgun! Johny Hendricks á spítala

Hendricks-Woodley ekki á morgun! Johny Hendricks á spítala

hendricks woodleyDana White, forseti UFC, tilkynnti rétt í þessu að bardaga Johny Hendricks og Tyron Woodley hafi verið aflýst. Bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi UFC 192 á morgun.

Þetta eru slæm tíðindi enda ríkti mikil tilhlökkun fyrir bardaganum. Talið var að sigurvegarinn úr viðureigninni myndi fá næsta titilbardaga í veltivigtinni. Af þessum sökum verður bardagi Ryan Bader og Rashad Evans næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event) og þá mun bardagi Joe Benevidez og Ali Bagautinov vera færður á aðalhluta bardagakvöldsins.

Samkvæmt umboðsmanni Hendricks fékk hann stíflu í þörmunum og nýrnasteina í gærkvöldi. Farið var með hann í flýti á spítala þar sem hann fékk næringu í æð. Þetta kemur fram á vef MMA Fighting.

Þetta er annar bardagi Woodley í röð þar sem andstæðingur hans á erfitt með niðurskurð. Síðast mætti hann Kelvin Gastelum á UFC 183 og náði Gastelum ekki þyngd.

Hendricks er sagður skera alltof mikið niður fyrir veltivigtina og gæti þetta markað tímamót í hans ferli. Fyrir titilbardagann hans gegn Robbie Lawler á UFC 171 náði hann ekki 170 punda takmarkinu en náði því þó í seinni tilraun skömmu síðar. Niðurskurðurinn fyrir hans fyrstu titilvörn á UFC 181 var mjög erfiður og íhugaði hann að hætta í íþróttinni þegar ástandið var sem verst. Hann hefur áður gælt við þá hugmynd að fara upp í millivigt. Nú er rétti tíminn fyrir Hendricks að hugsa betur um heilsuna og fara upp í millivigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular