spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHenri Hooft: Gunnar er sterkur andlega

Henri Hooft: Gunnar er sterkur andlega

Henri Hooft, yfirþjálfari Gilbert Burns, er spenntur fyrir bardaga Burns gegn Gunnari Nelson. Hooft ber mikla virðingu fyrir Gunnari og hans hæfileikum og býst við góðum bardaga.

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Danmörku á laugardaginn. Henri Hooft er yfirþjálfarinn hjá Hard Knocks 365 en þar æfa menn eins og Kamaru Usman, Robbie Lawler, Michael Johnson og fleiri topp bardagamenn.

Hooft hefur miklar mætur á Gunnari og veit að bardaginn á laugardaginn verður góður. „Gunnar er sterkur andlega. Hann gefst ekki upp. Hann er mjög afslappaður. Hann er að bæta sig standandi og hefur unnið með Jorge Blanco, sem ég þekki vel, fyrir þennan bardaga sem gerir honum gott. Þetta verður flottur bardagi en býst við að þetta fari í gólfið,“ sagði Hooft.

Hooft býst við jöfnum bardaga þar sem báðir eiga góða möguleika á sigri.

„Þegar það eru svona menn með slíka hæfileika eru það bara aðdáendur sem vinna. Vonandi koma báðir úr bardaganum með heilsuna í lagi. Báðir settu gott fordæmi með því að taka þennan bardaga með tveggja vikna fyrirvara. Þeir eru hér til að berjast. Sem þjálfari er ég stoltur af báðum fyrir að taka þennan bardaga. Vonandi fáum við góðan bardaga og auðvitað vil ég að minn maður vinni en við sjáum til.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular