spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHerbergisfélagarnir Bjarni og Egill gætu mæst á fimmtudaginn

Herbergisfélagarnir Bjarni og Egill gætu mæst á fimmtudaginn

Mynd af Instagram reikningi Egils.
Mynd af Instagram reikningi Egils.

Þeir Bjarni Kristjánsson og Egill Øydvin Hjördísarson eru báðir skráðir til leiks á Evrópumótið í MMA í Prag. Eftir dráttinn í gær er ljóst að þeir gætu mæst strax á fimmtudaginn.

Þeir Bjarni og Egill keppa í léttþungavigt (93 kg) en Bjarni situr hjá í fyrstu umferð. Egill mætir Navid Rostaie frá Bretlandi á morgun og sigri hann Bretann mætir hann Bjarna í næstu umferð.

EM Bracket

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir íslenska hópinn í Prag enda eru þetta svikin loforð.

„Þeir [IMMAF, mótshaldarar] sögðu bara að þeir gætu ekki breytt drættinum aftur. Þeir reyndi að skipta við aðra gæja en þeir neituðu og sögðust ekkert geta gert,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðins.

Talið var að Bjarni og Egill myndu vera sitt hvoru megin í flokkinum þannig að þeir myndu aðeins geta mæst í úrslitum en svo var ekki. „Þeir voru búnir að lofa okkur því að þeir yrðu settir í sitt hvort brackettið. Það loforð var svikið og allir mjög reiðir yfir þessu.“

Þetta er mjög undarleg staða sem er komin upp enda eru þeir Bjarni og Egill góðir vinir og æfa mikið saman í Mjölni. „Þeir eru auðvitað góðir vinir ofan á allt, eru saman í herbergi og fara saman um helgar að skjóta rjúpur. Þetta er allt mjög skrítið.“

Egill berst á morgun og fari svo að hann vinni Bretann mun þá koma í ljós hvað hópurinn ætlar að gera.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular