Thursday, May 2, 2024
HomeBoxHFH Open haldið í fyrsta skipti 

HFH Open haldið í fyrsta skipti 

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar hefur stofnað nýtt boxmót, HFH Open, sem verður haldið í fyrsta skipti 16. Mars næstkomandi. Til að byrja með verða flestir keppendur frá Íslandi. En móthaldararnir vonast til þess að mótið stækki árinu og að fleiri erlendir keppendur verði með næst.

Arnór Már Grímsson, yfirþjálfari HFH, sagði í samtali við MMA Fréttir að klúbburinn væri með stóra drauma og þar að meðal vildu þau byrja að halda mót á Strandgötunni í Hafnarfirði. Til stendur að halda tvö opin boxmót á árinu og fá leigt húsnæðið á Strandgötunni í bæði skiptin. Dagskráin mun svo auðvitað vera betri með hverju mótinu.

Þetta er einn liður af mörgum til þess að fjölga keppnis möguleikum í Boxi. Mikil uppsveifla hefur verið í hnefaleikum á Íslandi ef horft er út frá gæði kennslunnar, móta og áhuga almennings. Þetta er fullkominn tími til að byrja að æfa hnefaleika og til þess að rækta áhugann á þeim. 

HFH Open verður haldið í Íþróttahúsinu á Strandgötu 16. Mars næstkomandi. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is

Hér: https://tix.is/is/event/17011/hfh-open/

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular