Hildur Kristín Loftsdóttir keppti sinn fyrsta bardaga í fullorðins flokki í gær á Golden Girl hnefaleikamótinu í Boras, Svíþjóð og sigraði reynslumikla heimakonu. Hún keppir í undanúrslitum í dag(laugardag).
Hildur mætti hinni sænsku Norah Guzlander, sem er með yfir 90 bardaga undir beltinu, í dag í 8 manna úrslitum og stóð sig frábærlega að sögn Arnórs Grímssonar þjálfara hennar. Hún átti smá erfiða byrjun en náði að aðlagast fljótt. Hún sigraði 2. lotu sannfærandi en dróst aðeins inní leik andstæðingsins í 3. lotu. Sigurinn var þó sannfærandi og útboxaði hún andstæðing sinn meirihlutann af bardaganum í heild sinni.

Arnór segist mjög ánægður með frammistöðu Hildar í sínum fyrsta elite bardaga gegn töluvert reynslumeiri andstæðingi. Hann segir þau taka nokkra góða punkta úr þessum bardaga og með sér inní næsta en hún keppir um miðjan dag í dag.
Hægt er að fylgjast með Golden Girl mótinu í gegnum https://www.knockout.no/
024boxing.com fjölluðu svo stuttlega um bardaga Hildar og stóð þar að hún hefði staðið sig betur varnarlega og unnið vel.
