spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHlynur Torfi berst um helgina

Hlynur Torfi berst um helgina

Bardagamaðurinn Hlynur Torfi Rúnarsson berst sinn þriðja áhugamannabardaga í Finnlandi á morgun.

Hlynur er 2-0 sem áhugamaður í MMA og vann báða bardaga sína með „rear naked choke“ uppgjafartaki snemma í 1. lotu í fyrra.

Bardagarnir hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma á laugardaginn. Hlynur er skráður eftir hlé og því líklegt að hann keppi um hádegisbil. Bardagarnir verða sýndir í beinni á Youtube en streymið má finna hér.

Hlynur byrjaði að æfa í Mjölni fyrir fjórum árum og hafði fyrir það æft um tíma á Selfossi. Hann flutti til Finnlands í fyrra og æfir þar í FinnFighters Gym ásamt kærustu sinni. Hlynur kom þó heim í vor og æfði á Íslandi þar til í ágúst þegar hann flutti aftur til Finnlands.

Hlynur berst í léttvigt og mætir heimamanninum Olari Sääsk (2-1), en allir bardagar Sääsk hafa farið í dómaraákvörðun. Sääsk vill helst halda bardaganum standandi og skiptast á höggum. Hann vann liðsfélaga Hlyns fyrr á þessu ári og hefur Hlynur því harma að hefna.

Hlynur segir undirbúning hafa gengið ótrúlega vel og hann hafi aldrei verið jafn vel undirbúinn fyrir bardaga. Takmörkunum var að mestu leiti aflétt stuttu eftir að Hlynur kom til Finnlands og því hafa æfingar farið venjulega fram.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular