Tuesday, April 30, 2024
HomeForsíðaBirta Ósk gráðuð í svart belti

Birta Ósk gráðuð í svart belti

Birta Ósk Gunnarsdóttir var fyrr í kvöld gráðuð í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Birta er aðeins önnur íslenska konan til að fá svarta beltið í BJJ.

Stór gráðun fór fram í Mjölni fyrr í kvöld. Þar var Birta Ósk gráðuð af Gunnari Nelson og er því önnur íslenska konan til að fá svarta beltið í BJJ en Inga Birna Ársælsdóttir fékk svarta beltið í fyrra.

Birta hefur lítið keppt hér á landi en þjálfar stelputímana í Mjölni og hefur dæmt á glímumótum hérlendis um árabil. Hún hefur stundað íþróttina í rúman áratug og er vel að þessu komin.

Tvö brún belti voru einnig veitt í kvöld en Auður Olga Skúladóttir og Bjarki Jóhannsson fengu sín belti í kvöld. Auður Olga hefur lengi verið ein besta glímukona landsins en tók sér hlé frá íþróttinni um skeið. Hún er komin aftur á fullt og keppti til að mynda á Mjölnir Open í vor þar sem hún hafnaði í 2. sæti en það var hennar fyrsta mót í langan tíma. Þess má geta að Auður Olga vann opna flokkinn á 2. Íslandsmeistaramótinu í BJJ árið 2009.

Með gráðuninni í kvöld hafa 26 Íslendingar fengið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru í eftirfarandi röð: Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason, Halldór Sveinsson, Kristján Helgi Hafliðason, Bjarki Þór Pálsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson, Atli Örn Guðmundsson, Árni Ísaksson, Tómas Pálsson og Eiður Sigurðsson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular