
Bardagakappinn Hlynur Torfi Rúnarsson vann sinn þriðja bardaga á hengingu fyrr í dag.
Hlynur (2-0) mætti Olari Sääsk (2-1), öflugum andstæðing sem hafði áður unnið liðsfélaga Hlyns í áhugamannabardaga. Hlynur náði Sääsk snemma niður og komst framhjá „guardinu“ hans. Þaðan tók Hlynur bakið á Sääsk og kláraði bardagann með „rear naked choke“.
Hlynur hefur nú barist þrisvar og unnið alla bardaga sína í fyrstu lotu með sömu hengingu. Það er því ljóst að framtíðin er björt fyrir þennan upprennandi bardagamann.
Bardagann má sjá hér fyrir neðan en hann hefst eftir rúmar 57 mínútur.

Latest posts by Brynjólfur Ingvarsson (see all)
- Leikgreining: Gunnar Nelson vs. Bryan Barberena - March 16, 2023
- Leikgreining: Oliveira vs. Makhachev - October 21, 2022
- Leikgreining: Gunnar Nelson vs. Takashi Sato - March 17, 2022