0

HM 2017: Bjön Lúkas með tæknilegt rothögg í 1. lotu

Björn Lúkas Haraldsson átti stórkostlega frammistöðu í 2. umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna í MMA. Björn kláraði Írann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu eftir háspark.

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein um þessar mundir. Mjölnismaðurinn Björn Lúkas Haraldsson keppir þar fyrir Íslands hönd en fyrsta umferð fór fram í gær. Í gær sigraði hann Spánverjann Ian Kuchler með armlás í 1. lotu eftir rúmar tvær mínútur.

16-manna úrslit fóru því fram í dag og hefði bardaginn varla getað farið betur. Björn Lúkas mætti Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en fyrir bardagann var hann með sjö sigra og tvö töp í MMA.

Björn Lúkas byrjaði strax á að raða inn höggunum á Írann sem átti fá svör. Björn Lúkas henti í nokkur háspörk, upphögg, beina vinstri og raðaði inn höggunum að vild.

Eftir háspark frá Birni féll Healy-Magwa niður og eftir smá hik hjá dómaranum var bardaginn stöðvaður. Einfaldlega frábær frammistaða hjá Birni og er hann nú kominn áfram í 8-manna úrslit.

8-manna úrslit fara fram á morgun en síðar í dag kemur í ljós hver andstæðingur hans verður.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.