Lokadagur Heimsmeistaramóts áhugamanna í MMA fer fram í dag. Þar fara úrslitabardagarnir fram og keppir okkar maður um gullið í millivigt.
Björn Lúkas hefur hreinlega farið á kostum á mótinu og klárað alla fjóra bardaga sína í 1. lotu. Enginn af þeim sem er í úrslitunum í dag hefur leikið það eftir og hefur Björn Lúkas fengið nokkra athygli á mótinu.
Bardagarnir í dag hefjast kl 13 á íslenskum tíma og er bardagi Björns sá 11. í röðinni. Ómögulegt er að vita nákvæmlega hvenær Björn Lúkas keppir en reiknað er með að hann byrji í kringum 14:30.
Þetta eru þeir bardagar sem verða á dagskrá í dag en hægt er að horfa á þetta í beinni neðst í fréttinni.
*Uppfært*
Þetta tekur talsvert lengri tíma en reiknað var með. Þegar þetta er skrifað (kl 15:00) er bardagi nr. 4 í þann mund að hefjast. Það má reikna með að Björn sé ekki að fara að berjast fyrr en í allra fyrsta lagi kl 16, sennilega síðar.
- Strávigt kvenna: Hannah Dawson (Nýja-Sjáland) sigraði Anna Astvik (Svíþjóð)
- Fluguvigt: Serdar Altas (Svíþjóð) sigraði Yernaz Mussabek (Kasakstan)
- Fluguvigt kvenna: Michele Oliveira (Brasilía) sigraði Danni Neilan (Írland)
- Bantamvigt: Gamzat Magomedov (Barein) sigraði Olzhas Moldagaliyev (Kasakstan)
- Bantamvigt kvenna: Manon Fiorot (Frakkland) sigraði Chamia Chabbi (Finnland)
- Fjaðurvigt: Delyan Georgiev (Búlgaría) sigraði Joel Arolainen (Finnland)
- Fjaðurvigt kvenna: Fabiana Giampà (Ítalía) sigraði Courtney McCrudden (Norður-Írland)
- Léttvigt: Quitin Thomas (Bandaríkin) sigraði Vitali Andruhovich (Hvíta-Rússland)
- Léttvigt kvenna: Gase Sanita (Nýja-Sjáland) sigraði Kaycee Blake (Bretland)
- Veltivigt: Benjamin Bennett (Bandaríkin) sigraði Sola Axel (Frakkland)
- Millivigt: Khaled Laallam (Svíþjóð) sigraði Björn Lúkas Haraldsson (Ísland)
- Léttþungavigt: Pavel Pahomenko (Hvíta-Rússland) gegn Murtaza Talha Ali (Barein)
- Þungavigt: Irman Smajic (Svíþjóð) gegn Lev Vins (Kasakstan)
- Ofur þungavigt: Atanas Krastanov (Búlgaría) gegn Marcin Kalata (Pólland)