spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHM 2018: Rússland sópaði til sín verðlaununum

HM 2018: Rússland sópaði til sín verðlaununum

Heimsmeistaramóti áhugamanna lauk í gær í Barein. Ísland náði ekki að koma heim með verðlaun í þetta sinn en Rússlandi var sigursælasta þjóðin á HM í ár.

Heimsmeistaramót áhugamanna er haldið af IMMAF (International MMA Federation) árlega. Heimsmeistaramótið hefur farið fram í Barein á síðustu árum en í fyrsta sinn fór HM ungmenna (18-20 ára) fram á sama tíma. Það voru því 362 keppendur frá 50 löndum skráðir til leiks á mótið í ár og er þetta stærsta HM í MMA frá upphafi.

Ísland átti sex keppendur á mótinu í ár en hópurinn komst ekki á pall þetta árið. Rússland var sigursælasta landið á mótinu í ár með 11 gullverðlaun (5 á HM unglinga og 6 á HM fullorðinna) og sjö silfur eða brons. Rússland náði ekki einu sinni á pall á síðasta ári og stimplaði sig því vel inn á mótið í ár.

Írlannd tók þrenn gullverðlaun, Barein nældi í mörg verðlaun en aðeins eitt gull en aðrar þjóðir komust ekki nálægt Rússunum í fjölda verðlauna. Öll úrslit mótsins má sjá á vef IMMAF hér.

Íslenski hópurinn kemur heim reynslunni ríkari en í myndbandinu hér að neðan gera þeir Björn Þorleifur, Halldór Logi og Kári Jóhannesson upp mótið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular