spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHöllin sem átti að hýsa UFC 250 breytt í spítala - fyrsta...

Höllin sem átti að hýsa UFC 250 breytt í spítala – fyrsta bardagakvöldið á eyjunni?

UFC 250 ætlaði að vera með bardagakvöld í Brasilíu þann 9. maí. Það verður þó ekkert bardagakvöld í höllinni þar sem henni verður breytt í bráðabirgðarspítala.

UFC 250 átti að fara fram í Ibirapuera höllinni í Sao Paulo. Borgarstjórn Sao Paulo hefur hins vegar ákveðið að breyta höllinni í bráðabirgðarspítala fyrir sjúklinga sem eru með kórónaveiruna. Í Brasilíu hefur veiran verið skæðust í Sau Paulo með tæplega 14 þúsund smit.

UFC 250 gæti því verið fyrsta bardagakvöldið á einkaeyjunni sem Dana White segist vera búinn að tryggja sér. UFC ætlar að halda flesta viðburði sína á friðlendusvæði indjána en ætlar einnig að vera með nokkur bardagakvöld á einkaeyju. UFC getur ekki komið öllum bardagamönnum til Bandaríkjanna og verður því með bardagakvöld á eyjunni fyrir bardagamenn utan Bandaríkjanna.

Á UFC 250 eiga að vera tveir titilbardagar á dagskrá. Henry Cejudo mætir Jose Aldo um bantamvigtartitilinn og Amanda Nunes mætir Felicia Spencer um fjaðurvigtartitil kvenna.

Nýjustu orðrómar herma að Jose Aldo geti ekki barist í maí og því komi Dominick Cruz inn gegn Cejudo. Það hefur þó hvergi verið staðfest á þessari stundu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular