spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHolly Holm áfrýjar tapinu á UFC 208

Holly Holm áfrýjar tapinu á UFC 208

Mynd: Ed Mulholland-USA TODAY Sports

Holly Holm tapaði eftir dómaraákvörðun fyrir Germaine de Randamie á UFC 208 um síðustu helgi. Hún hefur nú sent inn formlega kvörtun vegna dómara bardagans og áfrýjar úrslitum bardagans.

Germaine de Randamie er fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC eftir sigurinn um helgina. De Randamie vann 48-47 eftir fimm lotu bardaga.

Bardaginn var þó umdeildur þar sem tvisvar virtist de Randamie slá Holm eftir að lotan hafði klárast – fyrst eftir að önnur lota kláraðist og svo þegar þriðja lota kláraðist. Dómari bardagans, Todd Anderson, gaf de Randamie ekki refsistig fyrir atvikið og varaði hana aðeins við í seinna skiptið.

Það þykir umdeilt og fer Holm á að íþróttasamband New York ríkis (þar sem bardaginn fór fram) skoði nánar þá ákvörðun Anderson að gefa de Randamie ekki eitt eða fleiri refsistig fyrir höggin sem komu of seint. Ariel Helwani greindi fyrst frá þessu.

De Randamie náði þremur höggum inn eftir að lota hafði klárast. Eftir að bjallan glumdi í 2. lotu kýldi hún Holm tvisvar og virtist vanka hana illa. Hún náði svo einu höggi inn eftir að bjallan glumdi í lok 3. lotu.

Holly Holm vill fá endurat gegn de Randamie en sú hollenska sagði á Instagram á dögunum að hún væri tilbúin til þess.

Dómarinn Rob Hinds útskýrði fyrir MMA Fighting fyrr í vikunni að Anderson hefði verið of seinn til að stíga inn á milli þeirra Holm og de Randamie.

„Þegar bjallan glymur er það merki til dómaranna um að stöðva lotuna. Það er ekki merki um að lotan sé búin. Við [dómarar] þurfum að vera rétt staðsettir til að stöðva bardagann um leið og bjallan hljómar,“ segir Hinds.

„Dómarinn hefði hæglega geta gefið henni refsistig í seinna atvikinu. Það er enginn vafi á því. Það hefði jafnvel verið hægt eftir fyrra skiptið. Ég hefði tekið stig af henni eftir seinna atvikið.“

Það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessu máli og hvort niðurstaða bardagans muni breytast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular