Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaÍsland í fimmta sæti yfir flest verðlaun á Evrópumótinu í MMA

Ísland í fimmta sæti yfir flest verðlaun á Evrópumótinu í MMA

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vefsíða IMMAF (International MMA Federation) skoðar fimm sigursælustu þjóðirnar frá Evrópumótunum í MMA. Þar er Ísland í fimmta sæti með fimm verðlaun frá tveimur mótum.

Evrópumót áhugamanna í MMA hefur tvisvar verið haldið og Ísland sent frá sér lið í bæði skiptin. Árið 2015 tóku þau Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson á móti gullverðlaunum í sínum flokkum á fyrsta Evrópumótinu. Pétur Jóhannes Óskarsson tók brons sama ár en mótið fór þá fram í Birmingham.

Ári seinna fór mótið fram í Prag en þá tók Egill Hjördísarsson gull og Magnús Ingi Ingvarsson brons. Samtals eru þetta því fimm verðlaun en í bæði skiptin komu allir keppendur Íslands frá Mjölni.

Svíþjóð trónir á toppi listans með sjö gull og 16 verðlaun samtals en Búlgaría, Finnland, Bretland og loks Ísland fylgja á eftir. Listann má sjá hér.

Evrópumótið hefur í bæði skiptin farið fram í nóvember en í ár fer það fram í mars. Uppröðun mótanna breytist á þessu ári og er óvíst hvort einhverjir Íslendingar munu keppa á mótinu í ár.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular