spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHolly Holm: Greip tækifærið

Holly Holm: Greip tækifærið

Holly Holm sigraði Rondu Rousey í gær og er nýji bantamvigtarmeistari UFC. Holm rotaði Rousey með hásparki í 2. lotu.

Í viðtali við Megan Olivi eftir bardagann talaði Holm um að hún hefði gripið tækifærið þegar það bauðst. Upphaflega átti bardaginn að fara fram 2. janúar á UFC 195 en vegna meiðsla í upphaflega aðalbardaga UFC 193 var bardaga Holm og Rousey flýtt.

„Ég greip tækifærið sem bauðst. Ef ég hefði varkár hefði ég örugglega ekki tekið bardagann þegar það bauðst. Þetta tækifæri kom snemma fyrir mig og svo enn fyrr þegar bardaganum var flýtt. Hvernig ætlaru að komast áfram í íþróttinni ef þú grípur ekki tækifærið þegar það býðst?“

Aðspurð um hvort hún og hvenær hún vilji mæta Rousey aftur ef það er það sem UFC vill ætlar Holm að taka öllu sem býðst.

Hér má sjá rothöggið hjá Holm:

Holly KO

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular