Holly Holm mun mæta öðrum andstæðingi áður en hún berst aftur við Rondu Rousey. Þetta kom fram í þættinum UFC Tonight í gærkvöldi.
Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193 í nóvember. Eftir bardagann gaf Dana White, forseti UFC, það út að Rousey myndi fá annað tækifæri gegn Holm og var búist við að sá bardagi færi fram á UFC 200.
UFC 200 fer fram í júlí og er Holm ekki tilbúin að bíða svo lengi eftir næsta bardaga. Holm mun því fá annan bardaga áður en hún mætir Rousey aftur.
Talið er líklegt að fyrsta titilvörn Holm verði gegn Miesha Tate. Tate hefur sigrað fjóra bardaga í röð síðan hún tapaði fyrir Rondu Rousey. Búist var við að hún fengi annað tækifæri gegn Rousey áður en Holm fékk óvænt titilbardagann.
Ekki er vitað hvenær Holm berjist næst bardaginn gæti farið fram í mars/apríl.