spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað geta nýju fjárfestarnir gert fyrir UFC?

Hvað geta nýju fjárfestarnir gert fyrir UFC?

UFC Logo Vector ResourceEins og við greindum frá á föstudaginn hafa 23 heimsþekktir einstaklingar fjárfest í UFC. Nú hefur listinn verið opinberaður og má þar finna mörg áhugaverð nöfn sem gætu kannski hjálpað UFC á einn eða annan hátt.

Allt eru þetta kúnnar WME-IMG umboðsskrifstofunnar og aðdáendur MMA. Hér er listinn í heild sinni: Abel “The Weeknd” Tesfaye, Adam Levine, Anthony Kiedis, Ben Affleck, Calvin Harris, Cam Newton, Conan O’Brien, Flea, Guy Fieri, Jimmy Kimmel, Li Na, LL COOL J, Maria Sharapova, Mark Wahlberg, Michael Bay, Rob Dyrdek, Robert Kraft, Serena Williams, Sylvester Stallone, Tom Brady, Trey Parker, Tyler Perry og Venus Williams.

Margir af þessum fjárfestum hafa margoft sést á UFC viðburðum. Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chillipeppers, er á nánast hverju einasta stóra bardagakvöldi UFC og er yfirleitt mættur á fremsta bekk þegar fyrsti bardagi hefst.

Hugsanlega munu þessir fjárfestar taka einhvern þátt í starfsemi UFC en hér höfum við nokkrar hugmyndir:

Michael Bay: Leikstjórinn og framleiðandinn sem þekktur er fyrir kvikmyndir á borð við Transformers myndirnar, Bad Boys og Armageddon. Bay vill sjá meira af sprengingum í öllu kynningarefni UFC og bál í kringum búrið. Bruce Buffer verður skipt út fyrir risastórt talandi vélmenni. Allir blaðamannafundir byrja með einni sprengju og smá flugeldum.

Ben Affleck: Leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck þarf vart að kynna. Affleck mun leikstýra nýju Justice League myndinni og vantar leikara. Hann fær Anthony Johnson, Cody Garbrandt og Cris ‘Cyborg’ Justino til að leika bófa. Ben Affleck fær svo Conor McGregor til að aðstoða sig við handritið. Nokkrar af línum Batman koma á óvart. Línur eins og: „You’ll do nuthin’“ og „I’ll change your bum life“ þykja kunnuglegar. Athyglisverðast er þó lokalínan þegar Batman kallar: „We’re not here to take part, we’re here to take over!“

Chef and television personality Guy Fieri during a welcome event for Guy Fieri's Vegas Kitchen & Bar at The Quad Resort & Casino on April 4, 2014 in Las Vegas, Nevada. The restaurant opens on April 17.
Chef and television personality Guy Fieri during a welcome event for Guy Fieri’s Vegas Kitchen & Bar at The Quad Resort & Casino on April 4, 2014 in Las Vegas, Nevada. The restaurant opens on April 17.

Guy Fieri: Stjörnukokkurinn Guy Fieri er með mörg veitingahús í Bandaríkjunum og sína eigin sjónvarpsþætti. Jose Aldo opnaði hamborgarastað í Brasilíu á þessu ári og saman munu þeir gera raunveruleikaþátt þar sem þeir ferðast um Brasilíu og Bandaríkin og smakka hamborgara. Jose Aldo verður svo skipt út eftir fyrsta þátt þar sem enskukunnátta hans þykir ekki nógu góð. Conor kemur í staðinn og Jose Aldo segist ætla að hætta í hamborgarabransanum.

Sylvester Stallone: Sylvester Stallone ákveður að endurgera fyrstu Rocky myndina nema í þetta sinn er Rocky MMA bardagamaður og heitir ekki Rocky heldur Frankie Edgar. Frankie Edgar mun leika Frankie Edgar og handritið verður blanda af fyrstu Rocky myndinni og ævi Frankie Edgar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular