spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað varð um John Hathaway?

Hvað varð um John Hathaway?

John Hathaway átti að berjast við Gunnar Nelson á UFC 189 sumarið 2015. Hathaway dró sig hins vegar úr bardaganum vegna meiðsla og hefur lítið heyrst í honum síðan þá.

John Hathaway var ein af vonarstjörnum Breta í MMA. Hann byrjaði ferilinn vel en eftir tvö töp gegn góðum andstæðingum og erfið meiðsli hefur hann horfið úr sviðsljósinu.

Hathaway átti að mæta Gunnari á UFC 189 en um það bil þremur vikum fyrir bardagann dró Hathaway sig úr bardaganum vegna meiðsla. Sá orðrómur var á lofti að Hathaway hefði rotast á æfingu eftir misheppnaða fellu en það hefur ekki verið staðfest. Hathaway hefur ekki fengið annan bardaga síðan en í hans stað kom Brandon Thatch sem Gunnar sigraði á UFC 189.

Í nýlegu viðtali greindi hann frá veikindum sem hafa hrjáð hann undanfarin ár. „Því miður þjáist ég af ristilbólgu. Þess vegna hef ég verið svo lengi frá þar sem það færi alveg með mig ef ég þyrfti aftur að hætta við bardaga. Þar sem þetta er sjálfsofnæmis sjúkdómur hefur þetta orðið verra eftir því sem nær dregur að bardaganum. Þetta bólgnar upp og líkaminn ræðst á sjálfan sig og ég gat varla gert neitt eða verið í nægilega góðu formi til að keppa.“ segir Hathaway.

Hathaway hefur enga hugmynd um hvenær hann gæti snúið aftur eða hvort það sé á annað borð mögulegt.

„Ég er enn að reyna að finna gott jafnvægi. Ég væri til í að keppa í einhverju sem er ekki eins harkalegt eða þar sem ég þarf ekki að skera niður. Ég væri til í að keppa á glímumótum eða að minnsta kosti reyna að æfa af svipaðri ákefð og í bardaga.“

Hathaway er 17-2 á MMA ferlinum en hann barðist síðast í mars 2014 er hann var rotaður af Dong Hyun Kim.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular