spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvaða máli skiptir hanskastærðin?

Hvaða máli skiptir hanskastærðin?

Eins og við greindum frá í morgun munu þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather ekki berjast með tíu únsu hanska eins og áður var talið heldur átta únsu boxhanska. En hvaða máli skiptir hanskastærðin?

Tíu únsu hanskar eru yfirleitt notaðir í viðureignum sem fara fram yfir 147 pundunum. Undir 147 pundum er notast við átta únsu hanska og fengu þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather því sérstaka undanþágu til að nota minni hanska.

Minni hanskar gætu haft áhrif á vörn Floyd Mayweather gegn Conor. Tíu únsu hanskarnir eru stærri og veita því betri vörn gegn höggum andstæðinganna. Hanskarnir eru vigtaðir í únsum en átta únsu hanskar eru 227 grömm.

Dan Hardy tekur viðtal við Gunnar.

MMA bardagamaðurinn Dan Hardy starfar í dag sem greinandi hjá UFC en hann fór yfir mikilvægi hanskastærðar í áhugaverðum pistli. Það er auðvitað mikill munur á stærð hanskanna í boxi og í MMA en Í MMA eru notaðir fjögurra únsu hanskar.

„Í MMA getur þú fengið bein högg í gegnum vörnina þína þar sem hanskarnir eru svo litlir. Í boxi getur Floyd notað fremri öxlina sína til að verja aðra hlið andlitsins og hanskann til að verja hina hlið andlitsins. Þú getur ekki gert það í MMA þannig að Floyd hefur forskot með stærri hönskum,“ segir Dan Hardy.

„Þyngd hanskanna skiptir ekki miklu máli, sérstaklega þegar þú tekur inn adrenalínið þegar þú ert í hringnum undir skæru ljósunum. Þyngdin skiptir máli á æfingum þegar þú ert að kýla 1000 sinnum en skiptir ekki svo miklu í bardaganum sjálfum. Tíu únsu hanskar veita hins vegar meiri vörn. Þér finnst þeir vera klunnalegri en ef ég ætla að nota hanskana til að verja andlitið vil ég eins stóra hanska og hægt er.“

Hardy telur að hanskastærðin muni skipta máli í bardaga Floyd og Conor.

Floyd hefur hins vegar barist með átta únsu hönskum nánast allan sinn feril og verður þetta því ekkert óvenjulegt fyrir hann. Conor McGregor trúir því aftur á móti að minni hanskar gefi honum betri séns á að rota Floyd.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular